mandag den 10. november 2008

Holdið er veikt........

x
Fór ein í búðina í dag og keypti brjóstsykur, súkkulaði og ís................og AB-mjólk til að laga meltinguna eftir allan sykurinn. Á leiðinni að kassanum sá ég svo að uppáhalds skyndinúðlurnar okkar Birgittu voru komnar á útsölu. 3 stk á 25 kr meðan 1 stk kostar 15 kr. Stökk á þær og keypti 9 stk.
Hjólaði svo blindandi heim í myrkrinu, því ég hafði ekki nennt að taka gleraugun með. Komst samt alla leið.
Fía var alls ekki ánægð með sælgætiskaupin og minnti mig á öll fötin heima sem áttu að "passa á mig í vor!" Það glaðnaði samt aðeins yfir henni þegar hún frétti af öllum útsölunúðlunum sem ég keypti.
Erum búnar með pizzuna.........jibbííí!

Komst að því, þegar ég horfði á fréttirnar áðan, að enn er verið að fara illa með Íslendinga í útlöndum og það ekki bara með því að reka þá út úr verslunum. Jú, í 10 mínútna þrumuveðrinu, sem ég sagði ykkur frá í gær, laust niður eldingu með þeim afleiðingum að sex ÍSLENSKIR hestar drápust! Hér í Danmörku................
.............einhversstaðar.......!

Kveðja,
Elín
x

1 kommentar:

  1. Ég fór líka einn í búðina í dag til þess að kaupa mjólk og brauð, keypti reyndar einnig kexpakka (handa krökkunum). Þarna braut ég reyndar regluna um að kaupa bara hollustuvörur í heimabyggð og hef þar af leiðandi beðið álitshnekki í nærsamfélaginu þar sem allir nema ég vita allt um alla. Fía fór til Danaveldis með Elínu þannig að samviskubit hefur lítið þjakað mig. :-) og ef rétt er að Fía verði skilin eftir í Kaupmannahöfn stefnir allt í að kreppan finni ekki nógu stóra sultaról á mig á þessu ári.

    kveðjur úr Reykjadal

    SvarSlet