tirsdag den 29. september 2009

Elín rasisti

x
Í síðustu viku skrapp ég í Fields.......vantaði blekhylki í prentarann, jólagjöf handa Eyþóri og ýmislegt smálegt. Á leiðinni til baka stóð ég úti á lestarstöð og var að bíða eftir metronum þegar ungur maður tók sér stöðu við hliðina á mér og kveikti sér í sígarettu. Vindurinn stóð af honum, á mig, og fyrsta "sogið" kom í heilu lagi beint upp í hægri nösina á mér. Af því að ég er mikill aðdáandi óbeinna reykinga og ákaflega kurteis og vel upp alin, þá hefði ég undir venjulegum kringumstæðum ekki sagt neitt, heldur bara fært mig um set, en af tveimur fullgildum ástæðum þá ákvað ég að gera það ekki: a) ég var með "dáldið" mikinn farangur sem ég nennti ekki að drösla fram og til baka, og b) ÉG KOM ÞARNA FYRST!!!

Þannig að...........ég tók snögga ákvörðun um að segja eitthvað við þessari augljósu árás inn á mitt "persónulega yfirráðasvæði"...........og, af því að ég er svo ofsalega kurteis og vel upp alin, þá ákvað ég að brosa bara fallega til aumingja strákræfilsins, sem augljóslega hafði hvorki reiknað út vindhraða né -stefnu af neinni nákvæmni áður en hann kveikti í rettunni, og biðja hann kurteislega um að standa frekar hinum megin við mig, þ.e. vinstra megin, undan vindi.
Um leið og ég tek þessa ákvörðun, hefur hann greinilega áttað sig á veðurfræðilegum mistökum sínum og tekur eitt skref fram á við til að losa mig úr mesta reykmekkinum. Í sömu andrá læt ég út úr mér þaulæfða kurteislega beiðnina á minni allra bestu dönsku og brosi mínu blíðasta til hans. "Nú?!" svarar hann og verður afar skrýtinn á svipinn..........sem mér finnst undarleg viðbrögð, því ég bjóst frekar við að hann myndi bara brosa kurteislega til baka og segja eitthvað í ætt við: "Já, auðvitað, afsakaðu tillitsleysið!" um leið og hann myndi svo færa sig hlémegin við mig. Eins og tvær fullorðnar manneskjur afgreiða hlutina! En, nei, hann sem sagt sagði bara "Nú?!", tónninn svolítið eins og þetta kæmi honum á óvart, ekkert bros, og...........svo fór hann hinumegin við mig, og ekki bara hinumegin við mig, heldur alveg út á endann á lestarstöðinni, eins langt og hann komst.............það munaði engu að maðurinn hallaði sér yfir grindverkið til að komast eins langt frá mér og hægt væri.

Ég er enn að velta því fyrir mér hvað ég sagði eiginlega við hann, en eina niðurstaðan sem ég hef komist að, er.........................að danskan mín þarfnast greinilega ennþá nokkurrar fínpússningar og fordómar mínir gagnvart reykingamönnum eru meiri en ég hélt!!!
;-)

Kveðja, Elín
x

lørdag den 26. september 2009

Fyrirlestur

x
Síðasta þriðjudag flutti ég fyrirlestur í skólanum. Ég vaknaði um morguninn, fór í sturtu, klæddi mig síðan í flegnasta bolinn sem ég fann í skápnum og fór í skólann. Þegar röðin kom að mér að tala, fór ég upp að töflu og var byrjuð að halla mér fram á kennaraborðið til að sýna brjóstaskoruna, þegar................ég fattaði allt í einu: "ANDSKOTINN!!! Ég týndi henni víst í sumar! Líklega um svipað leyti og ég fann aftur mittið á mér, sem hafði verið týnt lengi!!!"
Svona er lífið, aldrei getur maður verið ánægður með allt.................! :-(

Kveðja,
Elín
x

torsdag den 17. september 2009

Beuty is pain........

x
Fór hjólandi í skólann í morgun...........í pilsi..........og komst að því að það er allt annað en auðvelt að halda hnjánum saman meðan hjólað er! Skil ekki hvernig danskar konur fara að þessu!!! Hef samt ekki enn prófað að hjóla í háhæluðum skóm eins og ég hef séð sumar þeirra gera.......vá, hvað það gæti endað illa hjá mér!!! x ;-)

Kveðja,
Elín
x

tirsdag den 15. september 2009

Draumur...........eða birtingarmynd raunveruleikans?!?

x
Síðustu nótt dreymdi mig draum:
x
Ég var ein heima í Norðurbyggðinni. Það var vetur, úti var snjókoma og jörð alhvít. Ég leit út um forstofugluggann og fyrir framan húsið var úlfahjörð. Úlfarnir höfðu ráðist á hund (sem ég var, einhverra hluta vegna, nokkuð viss um að Olga Marta átti, .........) og sært hann illa á annarri afturlöppinni. Mig langaði til að fara út og bjarga hundinum, sem horfði á mig bænaraugum inn um gluggann, en vissi að ef ég færi út óvopnuð þá myndu úlfarnir bara rífa mig í sig líka. Eina mögulega vopnið sem ég fann í húsinu var stór eldhúshnífur en ég lagði ekki almennilega í að berjast við úlfana með hann einan að vopni, og hefði heldur viljað vera með byssu. Ég leitaði út um allt að betra vopni en fann ekkert. Að lokum tók ég hnífinn og fór út, staðráðin í að bjarga hundinum, en þá var það orðið of seint, því úlfarnir voru farnir og höfðu dregið hann á burt með sér. Ég barðist áfram í hríðinni og fylgdi blóðugri slóðinni eftir þá, alveg þangað til slóðin hvarf og ég vissi að það var orðið of seint að bjarga hundinum. Ég hét sjálfri mér því að ég skyldi leita þar til ég væri búin að drepa þá alla!
x
Needless to say, þá vaknaði ég í morgun, ákveðin í því að fá mér byssu og verða framúrskarandi skytta! Eyddi svo restinni af deginum í að velta því fyrir mér hvernig Freud myndi hafa túlkað þennan draum.
x
Nú er komið miðnætti, ég sé enn ásakandi augnaráð hundsins fyrir mér og þessi knýjandi þörf fyrir að læra að skjóta af byssu hefur ekkert minnkað!
x
Auglýsi hér með eftir sálfræðilegri túlkun á þessum draumi frá hæstbjóðanda!
..................og er farin aftur að sofa. Kannski ég nái þeim í nótt!

Kveðja,
Elín
x

mandag den 14. september 2009

Ég.............og hjálmurinn minn!

x
Síðasta föstudag var ég sem endranær að hjóla í skólann. Bara í rólegheitunum í þetta skiptið, en samt á annatíma. Á fjölförnum gatnamótum lagði ég af stað yfir, á grænu ljósi, fremst í flokki hjólreiðamanna þarna á götuhorninu (hvað annað?!?). Hægra megin við mig er röð bíla sem eru stopp á rauðu ljósi og ég hjóla framhjá þeim. Þá kemur skyndilega bíll sem ekur á fullri ferð fram úr þeim og inn á gatnamótin á sama rauða ljósinu. Ég rétt náði að stoppa úti á miðri götunni og horfði á eftir bílnum lenda á öðrum bíl sem hafði verið að aka yfir gatnamótin við hliðina á mér.
Mikið ógurlega var ég þakklát fyrir að hafa haft augun hjá mér og athyglina í lagi í þetta skiptið, en ekki hjólað beinustu leið yfir, bara af því að ég var "í rétti"! Ég átti ekki erfitt með að sjá fyrir mér afleiðingarnar af því ef bílinn hefði lent á mér í staðinn. Ég og hjólið mitt hefðum líklega dældast heldur meira en hinn bíllinn og ökumaður hans gerðu..................og ég virkilega fann dauðann sleikja á mér tærnar þegar ég hjólaði áfram í skólann.
Þetta atvik vakti mig virkilega til umhugsunar um notkun hjálma við hjólreiðar hér í Kaupmannahöfn. Það er nefnilega svo merkilegt, að fæstir hjólreiðamenn hérna nota hjálm, þrátt fyrir það að þeir hjóli alltaf í umferðinni, innan um bílana.
Mín skoðun er hinsvegar sú, eftir allt sem ég hef lært í skólanum í vetur, að heilinn í mér sé eitthvert verðmætasta líffærið sem ég bý yfir og því beri mér að vernda hann með öllum ráðum og umfram öll önnur líffæri!
Lengi lifi hjálmurinn minn!!! Mikið er ég þakklát fyrir að vera á lífi..........! :-)

Kveðja,
Elín
x

søndag den 13. september 2009

Hormónarugl........?!?

x
Jæja, þá er ég búin að herða mig upp í að byrja aftur að blogga eftir sumarfríið.......og mig langar að segja ykkur frá þriðjudeginum í síðustu viku.
Á þriðjudaginn í síðustu viku lagði ég óvenjulega seint.....og að sjálfsögðu óþarflega seint..........af stað í skólann. Þar af leiðandi hjólaði ég eins og vitleysingur (skiljist: "hratt en ekki ógætilega"!) alla leiðina í skólann og setti nýtt hraðamet, fór alla leið á um 20 mínútum í stað 35 eins og venjulega. Ég kom 10 mín áður en kennsla átti að hefjast, ákaflega ánægð með sjálfa mig. Að sjálfsögðu kom kennarinn svo korteri of seint í tímann, því lestinni hennar seinkaði!!!
Í þessari sömu kennslustund voru tveir nemendur (ungar stúlkur) með fyrirlestur. Ég var búin að lesa heima, svo ég átti auðvelt með að fylgjast með fyrirlestrinum hjá þeirri fyrri, enda þótt mér þætti það hálfgerð tímasóun að fara tvisvar yfir þetta! Undir síðari fyrirlestrinum varð ég svo fyrir alveg glænýrri upplifun. Stúlkan sú var nefnilega með ákaflega stór brjóst og klædd í ákaflega fleginn bol, auk þess sem hún reglulega hallaði sér fram á kennaraborðið meðan hún talaði svo aðrir nemendur fengju örugglega nógu gott útsýni yfir alla dýrðina. Ég verð að játa, að aldrei hef ég haft eins mikla samúð með og skilning á karlmönnum sem afklæða konur með augunum! Mér var gjörsamlega fyrirmunað að fylgjast með nokkru öðru en brjóstunum á konunni allan tímann sem hún var að tala (enda andlitið á henni alls ekki eins áhugavert.............)! Hún hefði eins getað verið nakin uppi við töflu að tala, eins og að vera klædd á þennan hátt! En.......auðvitað var ekkert slæmt að fá eitthvað annað að gera en að hlusta, enda fyrirlesturinn drepleiðinlegur.................
Nú er stóra spurningin er bara sú, hvort hið sama hafi gilt um aðra nemendur þarna í stofunni, eða hvort ég þjáist bara af einhverju hormónarugli og sé smám saman að breytast í karlmann?!?
Kannski ég ætti að ræða þetta við heimilislækninn á miðvikudaginn...........! ;-)

Góðar stundir.
Elín
x