onsdag den 12. november 2008

Látum rétta fólkið sæta ábyrgð!

x
Já, ég veit að ég lofaði að blogga ekkert um kreppumál, en nú get ég bara ekki orða bundist lengur. Þess vegna spyr ég, eins og öll þjóðin:

ÞVÍ ER FÓLKIÐ SEM BER ÁBYRGÐ Á KREPPUNNI EKKI LÁTIÐ SÆTA ÁBYRGÐ Í ÞESSU MÁLI???

Nú halda líklega sumir að ég sé að tala um ríkisstjórnina, ........ eða seðlabankastjóra,........jafnvel fjármálaeftirlitið.........eða útrásarvíkingana sjálfa! Nei, ekki aldeilis! Ég er að tala um fólkið sem ber RAUNVERULEGA ábyrgð í þessu máli,.............fólkið sem brást algjörlega hlutverki sínu,....... fólkið sem átti að sinna uppeldinu á þessum mönnum sem finnst allt í lagi að ræna peningum almúgans, og kunna svo ekki einu sinni að skammast sín fyrir það!.............nei, ég er ekki að tala um foreldra þeirra, varla eru það þeir sem bera ábyrgð á uppeldinu?! Nei, ég er að tala um hina einu réttu sökudólga í þessu máli: GRUNNSKÓLAKENNARA!!! Hverjir eru það aðrir en íslenskir grunnskólakennarar sem áttu að innræta þessum mönnum almenna siðgæðisvitund og náungakærleika og brugðust því hlutverki sínu hrapallega?!?

Ég legg til að allar þessar skuldir þjóðarinnar sem við erum að glíma við núna, verði DREGNAR AF LAUNUM GRUNNSKÓLAKENNARA næstu..............hvað eigum við að segja,..........643 árin!!! Þá kannski skilur þetta fólk loksins hvað það gegnir mikilli ábyrgðarstöðu........og fer vonandi að sinna vinnunni sinni af einhverjum metnaði!

Svo maður tali nú ekki um LEIKSKÓLAKENNARANA sem ekki gátu einu sinni komið sögunni af Hróa Hetti óbjagaðri til þessara manna fyrir fimm ára aldurinn.................LÁTUM ÞÁ BARA BORGA LÍKA!!! (.........stela frá þeim fátæku til að gefa þeim ríku............?!)

Ég er svo miður mín yfir að enginn skuli hingað til hafa séð sannleikann í þessu máli. Vonandi ratar þetta blogg mitt í réttar hendur, (veit einhver e-mailið hans Geirs Haarde...???) þannig að hægt verði að draga þessa einstaklinga til ábyrgðar og rétta þjóðarskútuna af.

Verið sæl í bili.
Kreppukveðja,
Elín
x

3 kommentarer:

  1. Hvað með kennara í háskólum á Íslandi, Danmörku og Bretlandi, þar sem þessir menn stunduðu nám?

    Er allri siðfræðikennslu lokið á þeim aldri, (margir af þessum mönnum tóku viðskiptasiðfræði)?

    Þarf íslenska þjóðin á því að halda að siðfræði komi inn í aðalnámskrá sem sérstök námsgrein?

    Og hver ber ábyrgð á því hvernig kennararnir eru og hvað er kennt í grunnskólum?

    KHÍ ?
    Menntamálaráðherrar 20. aldarinnar?

    Frá kennara í Þingeyjarsveit

    SvarSlet
  2. Algjör snilld :)
    Það er auðvitað Njalla að þakka að ég er ekki siðblind og uppfull af náungahatri HAHAHAHAHAH

    SvarSlet
  3. Nei Hallur, ég tel grunnskólakennarana EINA vera ábyrga. Ef grunnurinn er ekki til staðar þá er ekki á neinu að byggja fyrir háskólakennarana... Því miður!

    Já, Linda mín. Við eigum Njalla MIKIÐ að þakka!!! Við stelum ekki í svona miklum mæli! :-)

    SvarSlet