tirsdag den 18. november 2008

Páll postuli........

x
Í síðasta tíma í personlighedspsykologi, minntist kennarinn einhverra hluta vegna á fyrirmæli Páls postula í Nýja Testamentinu um að konur ættu að þegja á samkomum (man ekki alveg hvert samhengið var við námsefnið........) og ræddi um mismunandi þjóðfélög og siði þá og nú, sem væru ástæður þessarar reglu. Í kjölfarið var rætt um samfélagsleg réttindi kvenna, femínisma og fleira. Þessi tilvitnun í Nýja Testamentið olli töluverðu fjaðrafoki meðal nemendanna í salnum, þar sem mikill meirihluti þeirra er kvenkyns. Mig hinsvegar, langaði mest til að rétta upp hendina og leiðrétta þennan mikla misskilning. Þessi tilskipun Páls postula, að mínu mati, var alls ekki tilkomin vegna þess að honum þætti eitthvað minna til kvenna koma en karla. Blessaðar konurnar geta bara aldrei haldið sér saman við nokkurt tækifæri! Þetta voru bara vinsamleg tilmæli til þeirra um að sýna öðrum þá sjálfsögðu tillitssemi og virðingu að vera ekki að trufla með stöðugu blaðri um eitthvert fánýti, þegar mikilvægir menn eru að flytja ræðu og aðrir að reyna að hlusta á þá!
Ég hef nefnilega ítrekað lent í því að ákveðinn hópur kvenkyns samnemenda minna sest beint fyrir aftan mig á fyrirlestrum og blaðrar svo út í eitt þannig að erfitt er að einbeita sér að því að hlusta og tileinka sér kennsluefnið. Þetta verð ég ekki vör við að karlkyns nemendurnir geri, (svo maður hleypi nú karlrembunni í sér upp á yfirborðið.......!) Þannig að frá mínum bæjardyrum séð, voru þessi tilmæli Páls postula afar réttmæt og viðeigandi, bæði þá og nú.
Ég get samt ekki að mér gert að reyna að ímynda mér viðbrögðin sem ég hefði fengið, hefði ég rétt upp höndina og sagt þetta fyrir framan hópinn.........hefði líklega verið grýtt fyrir framan skólann eftir kennslustund............eða, gera sálfræðinemendur kannski ekki svoleiðis?!?

Eigið góðan dag.
Kveðja,
Elín
x

2 kommentarer:

  1. Ég ætla að láta eins og ég hafi aldrei lesið þessa færslu!
    Kv. Kolla.

    SvarSlet
  2. Já, ég vissi að það var skynsamlegt af mér að tjá mig ekki um þetta í skólanum....!!! ;-)

    SvarSlet