tirsdag den 18. november 2008

Regntímabilið.....

x
Ég botna bara ekkert í þessu. Í hvert skipti sem ég ákveð að skreppa í búðina að versla, (þetta gildir um allar búðir aðrar en matvöruverslanir), þá byrjar að rigna eins og hellt væri úr fötu. Þetta hlýtur að tengjast kreppunni á einhvern hátt. Mér dettur helst í hug að Davíð Oddsson sé eitthvað viðriðinn þetta.......hafi á einhvern yfirnáttúrulegan hátt haft samband við æðri máttarvöld og beðið þau um að gæta þess að íslenskir námsmenn erlendis séu nú ekki að spreða gjaldeyrisforðanum okkar í óþarfa, heldur haldi sig bara sem mest við lestur námsbóka! Ætli það verði ekki bara það sem ég geri þá restina af deginum,........ekki fer ég að hjóla langar leiðir í ToysR Us í þessu veðri........!

Kann einhver betri skýringu á þessu?!?

Kveðja,
Elín

U.þ.b. hálftíma eftir að ég skrifaði þetta, var ég inni í eldhúsi að elda matinn og varð litið út um gluggann. Hvað?! Var ekki bara hætt að rigna.............og klukkan ekki nema tvö! "Kannski ég hjóli bara í búðina, eftir allt saman?!" hugsaði ég með mér. Einni og hálfri mínútu síðar heyrði ég regndropana byrja að dynja á rúðunni að nýju. "Hmm, jæja, ég verð þá bara heima í dag," hugsaði ég. Hálftíma seinna var sólin farin að skína og ég fór aftur að velta því fyrir mér að fara í búðina. Það var eins og við manninn mælt að nokkrum mínútum seinna var aftur komin ausandi rigning.
Ég sá samt við þessum dyntum í veðurfarinu, fyrir rest! Næst þegar ég sá að það var stytt upp, skellti ég mér í strigaskóna og hjálminn á hausinn og hjólaði svo beinustu leið út í búð..........á náttfötunum....................og keypti mér.................súkkulaðistykki og negrakossa!
Þá var það afgreitt!
Skyndnúðlur og súkkulaði í kvöldmatinn, og ég get haldið áfram að læra.

Bless aftur,
Elín
x
x

4 kommentarer:

  1. Ertu ekki bara á Íslandi??? Svona er þetta hér og hefur alltaf verið

    SvarSlet
  2. Já.. þetta er s.s. Linda... :) Ætla ekki að skilja eftir nafnlausar sendingar á blogginu- það er skeri

    SvarSlet
  3. Þú ættir allavega ekki að sakna íslenska veðursins fyrst þetta er svona skemmtilegt hjá þér - bara eins og heima á fróni.
    Núna er ég sem sagt búin að lesa allar færslurnar þínar - svo gaman - þú ert fínasti penni. Hvenar kemurðu svo heim aftur ?

    SvarSlet
  4. Hmm, mér fannst ég nú fyrst vera komin heim í síðustu viku, þegar það fór að snjóa hérna. Nú er snjórinn hinsvegar farinn og danska rigningin komin aftur. Ég er að reyna að hugga mig við tilhugsunina um hvað vorið verður hrikalega gott!!!! ;-)

    SvarSlet