søndag den 13. september 2009

Hormónarugl........?!?

x
Jæja, þá er ég búin að herða mig upp í að byrja aftur að blogga eftir sumarfríið.......og mig langar að segja ykkur frá þriðjudeginum í síðustu viku.
Á þriðjudaginn í síðustu viku lagði ég óvenjulega seint.....og að sjálfsögðu óþarflega seint..........af stað í skólann. Þar af leiðandi hjólaði ég eins og vitleysingur (skiljist: "hratt en ekki ógætilega"!) alla leiðina í skólann og setti nýtt hraðamet, fór alla leið á um 20 mínútum í stað 35 eins og venjulega. Ég kom 10 mín áður en kennsla átti að hefjast, ákaflega ánægð með sjálfa mig. Að sjálfsögðu kom kennarinn svo korteri of seint í tímann, því lestinni hennar seinkaði!!!
Í þessari sömu kennslustund voru tveir nemendur (ungar stúlkur) með fyrirlestur. Ég var búin að lesa heima, svo ég átti auðvelt með að fylgjast með fyrirlestrinum hjá þeirri fyrri, enda þótt mér þætti það hálfgerð tímasóun að fara tvisvar yfir þetta! Undir síðari fyrirlestrinum varð ég svo fyrir alveg glænýrri upplifun. Stúlkan sú var nefnilega með ákaflega stór brjóst og klædd í ákaflega fleginn bol, auk þess sem hún reglulega hallaði sér fram á kennaraborðið meðan hún talaði svo aðrir nemendur fengju örugglega nógu gott útsýni yfir alla dýrðina. Ég verð að játa, að aldrei hef ég haft eins mikla samúð með og skilning á karlmönnum sem afklæða konur með augunum! Mér var gjörsamlega fyrirmunað að fylgjast með nokkru öðru en brjóstunum á konunni allan tímann sem hún var að tala (enda andlitið á henni alls ekki eins áhugavert.............)! Hún hefði eins getað verið nakin uppi við töflu að tala, eins og að vera klædd á þennan hátt! En.......auðvitað var ekkert slæmt að fá eitthvað annað að gera en að hlusta, enda fyrirlesturinn drepleiðinlegur.................
Nú er stóra spurningin er bara sú, hvort hið sama hafi gilt um aðra nemendur þarna í stofunni, eða hvort ég þjáist bara af einhverju hormónarugli og sé smám saman að breytast í karlmann?!?
Kannski ég ætti að ræða þetta við heimilislækninn á miðvikudaginn...........! ;-)

Góðar stundir.
Elín
x

2 kommentarer:

  1. Ég myndi hafa verulegar áhyggjur af þessu, ef ég væri í þínum sporum. Ertu búin að panta tíma hjá Heimilslækninum?..en annars getur ekkert verið eins truflandi og flæðandi brjóst útum allt.
    Kv. Kolla.

    SvarSlet
  2. Já, kannastu við þetta vandamál?!? Ég á einmitt tíma hjá lækninum mínum í ofnæmissprautu á miðvikudaginn.......kannski ég ætti frekar að biðja um að fá hormónasprautu!?! Hef VERULEGAR áhyggjur, hvað heldurðu......??? ;-)

    SvarSlet