søndag den 24. maj 2009

Atorkusemi eiginmanna heimavið.........

x
Fyrir nokkru síðan skrapp ég út í búðina á horninu. Þegar ég var að koma aftur út eftir innkaupin, rak ég augun í mann sem var að vinna við að hreinsa gamla málningu af húsinu við hliðina á búðinni. Ég ákvað samstundis að þarna væri kominn duglegur og "hard-working" eigandi hússins að dytta að eign sinni (hvað annað?!?). Í sömu andra sá ég konuna hans fyrir mér í "sixties hillingum" inni í eldhúsi með svuntuna að baka handa honum vöfflur þegar verkinu væri lokið.
Næsta dag "þurfti" ég aftur út í búð (ókey, ókey.......hann VAR ber að ofan daginn áður þegar hann var að vinna í húsinu.........!) og þá var hann farinn að múra húsið að utan. Ég staldraði við dágóða stund og dáðist að dugnaðinum í honum (og upphandleggsvöðvunum......) áður en ég kláraði að versla og fór aftur heim.
Í gær skrapp ég svo í sömu búðina eftir nokkurt hlé. Mig rak í rogastans þegar ég gekk framhjá áðurnefndu húsi, því það var búið að múra það, mála allt að utan og félaginn var fyrir utan, hálfnaður með að helluleggja heimreiðina.
Því er spurning dagsins þessi: Hvort er líklegra að þessi blessaði maður eigi húsið sjálfur og sé atvinnulaus.................eða að þetta sé bara iðnaðarmaður í vinnunni sinni?!? (Þriðji kosturinn gæti reyndar verið sá að þetta sé náfrændi Sigga nágranna á Laugum, og atorkusemin sé bara svona svakalega mikil í ættinni..............!)
Mikið rosalega hlýtur konan hans að baka mikið magn af vöfflum þessa dagana.............. ;-)

Kveðja,
Elín
x

Ingen kommentarer:

Send en kommentar