tirsdag den 15. september 2009

Draumur...........eða birtingarmynd raunveruleikans?!?

x
Síðustu nótt dreymdi mig draum:
x
Ég var ein heima í Norðurbyggðinni. Það var vetur, úti var snjókoma og jörð alhvít. Ég leit út um forstofugluggann og fyrir framan húsið var úlfahjörð. Úlfarnir höfðu ráðist á hund (sem ég var, einhverra hluta vegna, nokkuð viss um að Olga Marta átti, .........) og sært hann illa á annarri afturlöppinni. Mig langaði til að fara út og bjarga hundinum, sem horfði á mig bænaraugum inn um gluggann, en vissi að ef ég færi út óvopnuð þá myndu úlfarnir bara rífa mig í sig líka. Eina mögulega vopnið sem ég fann í húsinu var stór eldhúshnífur en ég lagði ekki almennilega í að berjast við úlfana með hann einan að vopni, og hefði heldur viljað vera með byssu. Ég leitaði út um allt að betra vopni en fann ekkert. Að lokum tók ég hnífinn og fór út, staðráðin í að bjarga hundinum, en þá var það orðið of seint, því úlfarnir voru farnir og höfðu dregið hann á burt með sér. Ég barðist áfram í hríðinni og fylgdi blóðugri slóðinni eftir þá, alveg þangað til slóðin hvarf og ég vissi að það var orðið of seint að bjarga hundinum. Ég hét sjálfri mér því að ég skyldi leita þar til ég væri búin að drepa þá alla!
x
Needless to say, þá vaknaði ég í morgun, ákveðin í því að fá mér byssu og verða framúrskarandi skytta! Eyddi svo restinni af deginum í að velta því fyrir mér hvernig Freud myndi hafa túlkað þennan draum.
x
Nú er komið miðnætti, ég sé enn ásakandi augnaráð hundsins fyrir mér og þessi knýjandi þörf fyrir að læra að skjóta af byssu hefur ekkert minnkað!
x
Auglýsi hér með eftir sálfræðilegri túlkun á þessum draumi frá hæstbjóðanda!
..................og er farin aftur að sofa. Kannski ég nái þeim í nótt!

Kveðja,
Elín
x

Ingen kommentarer:

Send en kommentar