lørdag den 26. september 2009

Fyrirlestur

x
Síðasta þriðjudag flutti ég fyrirlestur í skólanum. Ég vaknaði um morguninn, fór í sturtu, klæddi mig síðan í flegnasta bolinn sem ég fann í skápnum og fór í skólann. Þegar röðin kom að mér að tala, fór ég upp að töflu og var byrjuð að halla mér fram á kennaraborðið til að sýna brjóstaskoruna, þegar................ég fattaði allt í einu: "ANDSKOTINN!!! Ég týndi henni víst í sumar! Líklega um svipað leyti og ég fann aftur mittið á mér, sem hafði verið týnt lengi!!!"
Svona er lífið, aldrei getur maður verið ánægður með allt.................! :-(

Kveðja,
Elín
x

2 kommentarer:

  1. hahahaha! Fékkstu góð viðbrögð við fyrirlestrinum þrátt fyrir að skoran væri ekki upp á sitt besta?
    Valla

    SvarSlet
  2. Já, það var bara mesta furða........það var meira að segja klappað fyrir mér,......fyrsta skipti sem það gerist. Venjulega sitja bara allir hálfsofandi og enginn að hlusta. En ég lagði mig líka fram við að vera stuttorð og útbýtti blöðum með glósum sem ég sagði að nemendur gætu bara lesið sjálfir þegar þeir kæmu heim. Það hefur kannski vakið lukku! ;-)

    SvarSlet