mandag den 14. september 2009

Ég.............og hjálmurinn minn!

x
Síðasta föstudag var ég sem endranær að hjóla í skólann. Bara í rólegheitunum í þetta skiptið, en samt á annatíma. Á fjölförnum gatnamótum lagði ég af stað yfir, á grænu ljósi, fremst í flokki hjólreiðamanna þarna á götuhorninu (hvað annað?!?). Hægra megin við mig er röð bíla sem eru stopp á rauðu ljósi og ég hjóla framhjá þeim. Þá kemur skyndilega bíll sem ekur á fullri ferð fram úr þeim og inn á gatnamótin á sama rauða ljósinu. Ég rétt náði að stoppa úti á miðri götunni og horfði á eftir bílnum lenda á öðrum bíl sem hafði verið að aka yfir gatnamótin við hliðina á mér.
Mikið ógurlega var ég þakklát fyrir að hafa haft augun hjá mér og athyglina í lagi í þetta skiptið, en ekki hjólað beinustu leið yfir, bara af því að ég var "í rétti"! Ég átti ekki erfitt með að sjá fyrir mér afleiðingarnar af því ef bílinn hefði lent á mér í staðinn. Ég og hjólið mitt hefðum líklega dældast heldur meira en hinn bíllinn og ökumaður hans gerðu..................og ég virkilega fann dauðann sleikja á mér tærnar þegar ég hjólaði áfram í skólann.
Þetta atvik vakti mig virkilega til umhugsunar um notkun hjálma við hjólreiðar hér í Kaupmannahöfn. Það er nefnilega svo merkilegt, að fæstir hjólreiðamenn hérna nota hjálm, þrátt fyrir það að þeir hjóli alltaf í umferðinni, innan um bílana.
Mín skoðun er hinsvegar sú, eftir allt sem ég hef lært í skólanum í vetur, að heilinn í mér sé eitthvert verðmætasta líffærið sem ég bý yfir og því beri mér að vernda hann með öllum ráðum og umfram öll önnur líffæri!
Lengi lifi hjálmurinn minn!!! Mikið er ég þakklát fyrir að vera á lífi..........! :-)

Kveðja,
Elín
x

1 kommentar:

  1. Já Ella mín ef þetta er ekki að vera undir Guðs vernd þá veit ég ekki hvað, mikið er ég fegin að þú slappst í heilu lagi frá þessu : ) Sibba.

    SvarSlet