torsdag den 12. marts 2009

SIGUR!!!.............

x
...........AT LAST!!! Haldiði ekki að ósýnilegi leigjandinn hafi tæmt rusladallinn í eldhúsinu í dag!!! Ég ætlaði í sakleysi mínu að henda gamalli papriku í ruslið, opnaði dallinn og.......hélt ég væri bara að villast! Var lengi að ná áttum eftir þessa uppákomu. En, kraftaverkin gerast bersýnilega enn! Það verður spennandi að sjá hvort hann þrífur klósettið á morgun.......hehe........ ;-)

Ein spurning að lokum: Kallast það ekki örugglega eldamennska, að kaupa tilbúna, frosna pizzu úti í búð, bæta ofan á hana salamipylsu, gamalli papriku (samt ekki þeirri sem fór í ruslið) og auka osti og skella henni síðan í ofninn?!?

Kveðja,
Elín
x

2 kommentarer:

  1. Vá...kallgreyjið greinilega ekki alslæmur...passaðu bara að vænta ekki of mikils af honum...þó hann hafi slysast til að henda ruslinu svona einu sinni...
    Varðandi "pizzugerðina" þá mundi ég segja að allt sem er verið að hita í fyrsta skipti geti flokkast sem eldamennska...held ég : )
    Man þá gömlu góðu daga þegar við vorum heima hjá afa þínum og ömmu að "gera" pizzu með pizza pronto þá var nú gaman að vera til : )

    SvarSlet
  2. Já, og ekki nóg með það, heldur sá ég í morgun þegar ég fór á fætur að hann hafði LÍKA tæmt ruslið á baðherberginu og litla klósettinu!
    Hann er greinilega skorpumaður í heimilisstörfunum og tekur þetta með áhlaupi!!! Hann hefur auðvitað bara verið að bíða eftir að ALLIR rusladallarnir fylltust, svo það tæki sig að tæma þá.....hehe.....!
    Ætli það sé ekki best að ég þrífi klósettið eftir helgina....... ;-)

    SvarSlet