søndag den 15. marts 2009

Fermingarmartröð

x
Í nótt fékk ég fermingarmartröð.
Mig dreymdi að stóri dagurinn væri kominn og við Hallur mættum í kirkjuna í okkar fínasta pússi, eins og alllir hinir foreldrarnir. Við fórum upp á loftið, fengum okkur sæti og litum yfir fermingabarnahópinn. Mér til mikillar undrunar sátu fermingarbörnin niðri í kirkjunni í gallabuxum og stuttermabolum, sum þeirra jafnvel með tyggjó. Ég spurði Hall hvernig stæði á því að börnin væru ekki í fermingarfötunum sínum og hann sagðist ekki hafa hugmynd um það. Áður en ég gat farið að gera mál úr þessu, kom séra Þorgrímur inn í kirkjuna. Hann hespaði athöfninni af á innan við fimm mínútum og fermdi börnin. Þegar messunni var lokið, var svo sameiginlegt sundlaugarpartý fyrir alla!
Ég tók séra Þorgrím afsíðis eftir athöfnina og spurði hann hvernig stæði á því að fermingarbörnin hefðu ekki verið í fermingarkyrtlunum við athöfnina. Hann svaraði því til að þeim hefðu þótt kyrtlarnir bæði gamaldags og úreltir og hann hefði ákveðið að módernísera ferminguna aðeins með þvi að leyfa þeim að vera bara í gallabuxum og bol.
Ég var alveg miður mín þegar ég vaknaði í morgun!

Kveðja,
Elín
x

2 kommentarer:

  1. Það er greinilegt hvað þú ert að hugsa mest um þessa dagana : )

    SvarSlet
  2. Já, það er víst ábyggilegt.......fermingar og sundlaugarpartý! Það mætti halda að ég treysti ekki prestinum til að sjá um þetta....... ;-)

    SvarSlet