fredag den 6. marts 2009

Damsel in distress........again!

x
Jæja, tókst í dag að endurtaka ævintýrið frá því um daginn, með þeirri einu undantekningu að nú hafði ég fengið leiðbeiningar og vissi hvað ég átti að gera.

Ég var sem sagt í skólanum að læra, í græna lessalnum sem hefur verið uppáhaldið mitt síðan ég uppgötvaði tilvist hans í gær. Á einhverjum tímapunkti fór ég fram að sækja mér vatn og þegar ég kom til baka voru dyrnar læstar, bara rétt sisvona af sjálfu sér. Inni í lessalnum var enginn, nema tölvan mín, skólataskan og gemsinn. Stúdentakortið mitt, sem ég hefði getað notað til að komast inn, var auðvitað líka læst inni! Mín fyrsta hugsun var sú að fara út og skríða inn um gluggann, en þá mundi ég eftir að hafa gert það að mínu síðasta verki að loka honum og læsa áður en ég fór út (svona aðallega til að einhver annar fengi ekki sömu frábæru hugmyndina að skríða inn um gluggann og stela tölvunni minni............hmm.......). Nú voru góð ráð dýr, en.........................minnug hrakfara minna um daginn og eins og Damsel in Distress einni sæmir, hóf ég þegar í stað leit að "The Knight in Shining Armour" sem ég fann svo í öðrum lessal, ekki langt fjarri. Sá hafði öll sín vopn við höndina (þ.e. stúdentakortið sitt) og var svo vingjarnlegur að fylgja mér til baka og opna fyrir mér. Nú hreyfi ég mig ekki án þess að vera með stúdentakortið upp á vasann.........! Svona sjálflæsandi húsnæði er alveg stórhættulegt!

Annars hefur þessi dagur verið tíðindalítill.........................liðið bara hægt við námsbókalestur og glósugerð.......................................geeeeisp!

Kveðja,
Elín
x

6 kommentarer:

  1. Vá enn þú heppin að finna "riddara" til að aðstoða þig, eins gott að þú lokaðist ekki inni í þessum lessal : )

    SvarSlet
  2. Já, riddarar eru nú á öllum stráum.......ekkert vandamál með það.......maður þarf bara að kunna listina að blikka þá og leika varnarlausa ósjálfbjarga kvenveru......hehe.......og stundum er það ekki einu sinni nauðsynlegt, sumir eru svo vel upp aldir að þeir bjóða fram aðstoð að fyrra bragði!!! ;-)

    SvarSlet
  3. Þarf ég nokkuð að draga upp vopn min og skora einhvern riddara a holmtil að við megum lifa hamingjusöm til æfiloka? eins og segir i svo mörgum svona sögum.

    Hallur

    e.s. eins og segir i sögu sem þu þekkir
    "as you wiss"

    SvarSlet
  4. Jú, mér finnst nú allt í lagi að þú látir bara reyna á það.......mætir á svæðið með vopnin á lofti! Þú átt nú alltaf sverðið sem þú fékkst í jólagjöf, það ætti alveg að duga......hehe..... Mundu bara að panta flugið hjá Iceland Express....þú veist að ég er hætt að versla við hina.......!

    E.s. Fíu langar svo rosalega að segja þetta, ég reyndi að stoppa hana en gat það ekki:
    "As you wisH......" ;-) .....við skildum þetta samt báðar......

    SvarSlet
  5. Þú ert alltaf sami prófessorinn :)
    Kv
    Linda

    SvarSlet
  6. Hvað meinarðu.......?!? :-{
    You ain't seen nothing yet! ;-)

    SvarSlet