tirsdag den 3. marts 2009

Það er draumur að vera með dáta......

x
Mig dreymdi Jón Ásgeir í nótt! Ég fór og heimsótti hann í stóra, fallega húsið hans í Innbænum á Akureyri, þar sem það stóð hátt uppi í brekkunni með útsýni yfir fjörðinn. Á einhverjum tímapunkti losnaði húsið frá undirstöðum sínum, rann niður í fjöru og út í sjó. Svo sigldum við á húsinu hans til Cayman eyja og lifðum hamingjusöm til æviloka.

Eins og heyra má, ber ég engan kala í brjósti til útrásarvíkinganna, heldur geri mér ennþá vonir um að fá að taka þátt í svallinu með þeim! ;-)

Kveðja,
Elín
x

5 kommentarer:

  1. He he
    alltaf gaman að lesa bloggið þitt : )
    endilega haltu áfram að skrifa ég hressist alltaf við að lesa á síðunni hjá þér xxx

    SvarSlet
  2. Gott að heyra það Sibba mín.....ég var farin að halda að ég væri bara að skrifa fyrir sjálfa mig.........og fannst að þá gæti ég allt eins vel hætt því og bara byrjað að TALA við sjálfa mig í staðinn.....hehe....mikill tímasparnaður í því. ;-)

    SvarSlet
  3. Já, það er draumur að vera með......Jóni Ásgeiri. Og gott að geta látið sig dreyma.
    Kolla.

    SvarSlet
  4. Ég hélt að við ætluðum saman til annarrar eyju í karabískahafinu á hráfæðisnámskeið

    Hallur

    SvarSlet
  5. Já Hallur minn, það hefur ekkert breyst. Er þér ekki sama þótt Jón Ásgeir komi bara með okkur?!? ;-)

    SvarSlet