tirsdag den 10. februar 2009

Þyrnirós vaknar eftir 100 ára jólafríið.........

x
F: Góðan daginn Elín og til hamingju með afmælið! Ég keypti þessi blóm handa þér í tilefni dagsins......
E: Æ, þakka þér fyrir Fía mín, það var fallega hugsað af þér........ Hvað finnst þér að við ættum að gera til að halda upp á daginn?
F: Þú liggur nú bara í rúminu í dag fyrst þú ert með kvef. Ég ætla ekki að láta kvefið í þér eyðileggja helgarferðina okkar til Berlínar. Ég skal fara út í búð og á pósthúsið að sækja pakkana.
E: Já, það er líklega skynsamlegast. Finnst þér að við ættum að fara að blogga aftur eftir jólafríið?
F: Endilega, ef þú passar bara að það tefji þig ekki frá náminu!
E: Auðvitað. Heldurðu að það sé slæmt að vera með klofinn persónuleika?
F: Tja, hvað finnst þér.........?!?
x

2 kommentarer:

  1. Mér finnst það ekkert slæmt! Innilega til hamingju með afmælisdaginn. Gott að heyra að við höfum báðar eytt honum í rúminu.
    Knús og örugglega blómvöndur með.
    Kolla.

    SvarSlet
  2. Takk fyrir það! Það var ekkert svo slæmt að eyða degi í rúminu með þér.......hehe.....

    SvarSlet