tirsdag den 2. december 2008

Ósýnilegi leigjandinn.

x
Ósýnilegi leigjandinn er snjall........og ber nafn með rentu. Þegar ég kom heim í gærkvöldi kl. 9 var hann með þvottavélina í gangi. Ég steikti mér fisk á pönnu og hafði mína hentisemi þar til ég fór að sofa kl. 11, en hann lét sko ekki sjá sig frammi. Hengdi þvottinn upp annaðhvort eftir að ég var sofnuð eða áður en ég vaknaði í morgun. Þegar ég loksins gat hugsað mér að opna augun kl. 8 í morgun heyrði ég útidyrnar lokast. Annaðhvort er maðurinn svona mikil mannafæla/ kvennafæla eða hann hefur eitthvað að fela.

Þegar maður býr svona með einhverjum sem maður þekkir ekki, er að ýmsu að hyggja. T.d., á ég að fara í slopp utanyfir.........mig........ef ég þarf að fara á klósettið á nóttunni?!? Á ég að læsa herberginu mínu yfir nóttina meðan ég sef, af ótta við.......tja, þið megið bara beita hugarfluginu........! ...........og ýmislegt fleira. Eftir töluverða umhugsun tók ég eftirfarandi ákvarðanir:

1. Já, það er smekklegra að fara í slopp, ef ósýnilegi leigjandinn skyldi líka vera næturgöltrari.
2. Nei, ég ætla ekki að læsa herberginu yfir nóttina, því ef ég þarf að fara fram, þá heyrist svo hátt í læsingunni að ég kann ekki við að vekja alla í húsinu um miðja nótt.

Reyndar er ég alveg hætt að hafa áhyggjur af að mæta honum neitt frammi yfirhöfuð, þannig að ákvörðun númer eitt er eiginlega óþörf. Hvað varðar ákvörðun númer tvö, þá leysti ósýnilegi leigjandinn það vandamál fyrir mig í gærkvöldi, þegar ég heyrði að hann læsti sínu herbergi fyrir nóttina.........hehe............svo það er allavega örugglega ein læst hurð á milli okkar. Honum hefur líklega litist þannig á mig að ég væri líkleg til að brjótast inn og "overfalde ham" einhverja nóttina.....................lít greinilega út fyrir að vera í örvæntingarfullri þörf fyrir karlmann!!! Hehe.........aldrei að vita!
Það er kannski bara gott að hann skuli vera hræddari við mig en ég við hann...................! ;-)

Það verður allavega greinilega ekki mikill félagsskapur í honum þessum.....!

Kveðja,
Elín
x

4 kommentarer:

  1. Það er nú gott að þú ert að fara að koma heim, vonandi heldur ósýnilegi leigjandinn þetta út nokkra daga enn.

    Hallur

    SvarSlet
  2. Já, álagið færist þá bara yfir á þig.......
    ......þú gerir ráð fyrir að þola það, er það ekki......? Ég þarf ekkert að taka sloppinn með heim, er það nokkuð?!? ;-)

    SvarSlet
  3. Hmmm hmm.. er Osama fundinn???

    SvarSlet
  4. Ég held að þetta sé ekki Osama......nema kannski að hann sé búinn að raka sig! Maður veit auðvitað aldrei hvað dylst undir öllu þessu skeggi!!! Annars mætti ég ÓL aftur í morgun og held að hann hafi ekkert orðið neitt allt of hræddur (enda var ég þá komin úr sturtunni og búin að klæða mig). Jafnvel að ég myndi treysta mér til að þekkja hann á götu, núna!

    SvarSlet