onsdag den 11. februar 2009

Frábær dagur.......

x
........skreið í skólann bara til að láta merkja við mig, því það var mætingarskylda í tímana í morgun. Eyddi svo næstu þremur klukkustundunum í að hlusta á eldri nema útskýra vandlega fyrir mér mengjafræði og líkindareikning ......... sem ég kann auðvitað EKKERT í!!! (kaldhæðni). Afsakið, ég er víst að verða örg á þessu kvefi, enda með ólíkindum óþolinmóður sjúklingur.

Ég fór með kartöflusalat handa Tinu í skólann í morgun, þar sem ég þarf alltaf að elda fyrir a.m.k. 10 manns í einu, finnst þetta ekki taka sig fyrir neitt minna. Vandamálið er bara að ég á í rauninni ekki að vera að nota nema helminginn af ísskápnum. Reyndin er hinsvegar sú að ósýnilegi leigjandinn er með eina hillu, hálfan frystinn og hálfa hillu í hurðinni........og ég er búin að troðfylla restina! Hmm, Michelle spurði mig í morgun hvort ég hefði ekki gefið ósýnilega leigjandanum eitthvað af kartöflusalatinu. Ég sagði henni að það hefði vissulega hvarflað að mér, en ég hefði ekki lagt í það. Svo þegar ég heyrði hann vera að bardúsa í eldhúsinu áðan, þá ákvað ég að fara fram og taka áhættuna...........og.........viti menn..........hann sagði bara "Ja,tak!" (........enda borðar maðurinn aldrei neitt annað en frosnar kjötbollur úr örbylgjuofninum.....hehe....). Kraftaverkin gerast enn. Hallur heldur að hann verði kannski bara orðinn hinn kumpánlegasti í vor......................og heimsæki okkur líklega í sumar!!! ....hehe.....sénsinn! Annars sagði Hallur líka að það væri nú allt í lagi þótt ég legði undir mig allan ísskápinn, fyrst ég væri farin að gefa ósýnilega leigjandanum að borða!!! Mér þóttu þetta mjög skynsamleg rök.

Ég skrapp á pósthúsið í dag til að senda bréf til LÍN, og byrjaði ferðalagið á að læsa mig úti. Vá, hvað ég svitnaði.....hugsaði bara: ".......ég er ekki með lyklana......það er enginn heima.......ég þarf örugglega að bíða hérna úti þar til sonurinn uppi kemur heim úr vinnunni................... x.......NEIIIII!........HJÁÁÁÁLP!...........ÉG ER VEIK!!!!!!!!......fæ örugglega lungnabólgu...................eða eitthvað þaðan af verra!" Ég virkilega sá mína sæng útbreidda, hamaðist á bjöllunni hjá ósýnilega leigjandanum því ég hélt að hann væri heima........bölvaði honum í sand og ösku fyrir að svara ekki bjöllunni.....(svo kom reyndar í ljós að hann var alls ekkert heima, þannig að ég "fyrirgaf" honum allt saman síðar).............og ákvað svo að prófa báðar bjöllurnar uppi. Þá var sonurinn (hér eftir verður hann bara kallaður sonurinn, því hann er sonur hjónanna sem leigja mér) heima eftir allt saman......GUÐI SÉ LOF!...........og hann hleypti mér inn. Sagði mér í leiðinni að hann hefði sjálfur læst sig úti fyrr um daginn, en komist inn um svaladyrnar hjá sér sem hefðu verið opnar (þá veit ég hvar ég get komist inn næst þegar ég læsi mig úti,......hehe.......!) Ég fékk hann til að skipta um síu á krananum í eldhúsinu (ég er á fullu í endurbótum á húsnæðinu........hehe........geri ábyggilega miklu meiri þægindakröfur en Danirnir) og sleppti honum svo lausum.

En, nú ætti ég líklega að fara að lesa aðeins......maður getur nú ekki látið eins og maður eigi afmæli á HVERJUM degi og bara leikið sér.............eða kannski ég fái mér bara aðeins að borða..........kartöflusalat kannski?!? Hmm! ;-)

Bless í bili,
Elín
x

5 kommentarer:

  1. Ég sé að þú getur bara ekki án karlpenings verið! Hvurslax....
    Knús Kolla.

    SvarSlet
  2. Það leikur enginn Damsel in distress betur en þú :)

    SvarSlet
  3. Nei Kolla mín, þeir eru alveg ómissandi þessar elskur,.......eins og þú veist best sjálf! ;-)

    SvarSlet
  4. Anonym........whoever you are....!
    Nei, leikhæfileikar mínir eru með eindæmum góðir, einnig á prenti, en........Damsel in distress.......hvað.....?!? Er það kvikmynd frá 1938?......eða?!? Held ég sé ekki nógu gömul til að hafa séð hana.....en ég er viss um að hún var góð....á sínum tíma!

    SvarSlet
  5. Ég googlaði nýja vin minn Damsel (sem reyndist vera stytting á Mademoiselle) og fékk eftirfarandi skýringu:

    One of the oldest themes in literature and drama is the damsel in distress, in which a young and presumably innocent woman is held captive against her will by an evildoer, or cannot free herself from a curse or some other psychological captivity. The only person capable of rescuing a damsel in distress is an altruistic hero figure, typically a knight in shining armor in Medieval literature.

    Takið sérstaklega vel eftir orðunum YOUNG og INNOCENT! That's me! Skil samt ekki alveg af hverju það stendur PRESUMABLY innocent........?!?
    En þetta er auðvitað mjög góð líking við það sem raunverulega gerðist......?!?
    Langar samt mjög að vita hver er svona vel lesinn í enskum litteratúr.........hmm........

    SvarSlet