mandag den 16. februar 2009

Gjaldeyrisbrask.......margborgar sig!

x
Almáttugur minn! Hvað haldiði?! Ég skrifaði Nýja Glitni síðasta föstudag og bað um að láta millifæra til mín 10.000 danskar krónur (u.þ.b. 200.000 ISK) svo ég geti keypt mér öskudagsbollur (fastelavnsboller) á sunnudaginn.

Nýi Glitnir brást skjótt og vel við, tók 10.000 EVRUR (nákvæmlega 1.474.000 ISK) út af reikningnum mínum og bað Davíð Oddsson um að millifæra þetta smáræði. Gallinn var auðvitað sá, að það voru ekki nema 200.000 kr inni á reikningnum mínum....................þ.e.a.s. ef LÍN hefði ekki brugðist snöggt við og lagt námslánin mín, sjöhundruð og eitthvað þúsund inn á reikninginn minn á sömu stundu.................og restina tók Nýi Glitnir bara af yfirdráttarheimildinni minni, þannig að nú er ég 458.000 kr í mínus.

Hvort finnst ykkur nú að ég ætti að gera:

A) Skrifa snarlega til baka og láta leiðrétta mistökin? eða

B) Láta bara leggja allt saman inn í Danske Bank og millifæra svo til Cayman eyja?

Spyr sá sem ekki veit!

..........þ.e.a.s. ef Fía hefur ekki stolist í tölvuna og látið stoppa millifærsluna.......ég held satt best að segja að hún treysti mér ekki fyrir öllum þessum peningum......hehe.......

Bless í bili,
Elín
x

2 kommentarer:

  1. Hvaða hvaða... Cayman all the way. Er það spurning?Kv
    Linda

    P.S: Getur þú lánað mér pening?

    SvarSlet
  2. Ekki spurning.......finnst mér! Við Fía erum ekki alveg sammála um þetta.
    P.S. Ekkert mál! Er þér sama þótt þú fáir lánið í evrum?!? ......hehe.....

    SvarSlet