tirsdag den 5. maj 2009

Vor í Kaupmannahöfn

x
Eitt kvöldið í síðustu viku sat ég við skrifborðið mitt og var að vinna í tölvunni..........eða "vinna" í tölvunni, réttara sagt! Allt í einu heyri ég dynk á bak við mig, eins og eitthvað hafi dottið niður á gólf. Mín fyrsta hugsun var, að þar sem það er teppi á gólfinu, þá þurfi nú líklegast frekar stór hlutur að detta á gólfið til að það heyrist. Mín önnur hugsun var að hlutir dyttu nú ekki bara svona af sjálfu sér, og þar sem mér fannst hljóðið vera rétt á bak við mig, og á bak við mig var ekkert nema glugginn (já, fyrir þá sem það ekki vita, þá bý ég í kjallaraherbergi), þá varð mér nú satt best að segja ekki um sel. Ég sat grafkyrr dálitla stund, meðan ég var að ákveða hvort það borgaði sig að athuga þetta eða ekki. Loks herti ég upp hugann, stóð upp og leit á gólfið bak við stólinn minn. Þar sá ég, liggjandi marflata á gólfinu, einhverja þá allra, ALLRA, RISASTÆRSTU kónguló sem ég hef á ævi minni séð. Hún var svo stór og feit að hún gat sem sagt ekki einu sinni klifrað niður vegginn eins og venjulegar kóngulær, eða rennt sér lipurlega eftir þræði sem hún spann, heldur bara hlunkaðist hún niður á gólfið eins og kartöflupoki! Ég byrjaði á að fá nett taugaáfall við þessa hræðilegu sjón, krossaði mig svo og þakkaði Guði fyrir að hún skyldi ekki hafa dottið niður á öxlina eða hárið á mér. Svo sótti ég ósköpin öll af eldhúspappír og henti yfir hana, (það varð mér til bjargar að hún var enn dálítið vönkuð eftir fallið) og hoppaði svo ofan á henni þar til blóðið spýttist upp um alla veggi og ófreskjan gaf upp öndina!!!

Það var alveg á mörkunum að ég gæti farið að sofa þetta kvöldið........ég gerði a.m.k. mjög nákvæma leit í rúminu mínu áður en ég lagðist til svefns. Svo ákvað ég að segja börnunum mínum ekki frá þessari lífsreynslu, því þá myndu þau pottþétt neita að koma í heimsókn til mín. (Gat samt ekki stillt mig um að segja Birgittu frá, bara til að heyra viðbrögðin, og það stóð sko ekki á þeim............vona bara að hún geti staðist það að kjafta þessu í bróður sinn, því hann er sko hálfu verri........hehe.......!)

Eftir þessa uppákomu hef ég stútað fimm maurum og einni lítilli kónguló hérna inni........síðan hefur ekkert kvikt sést. Ég er bara ákaflega glöð yfir að verða ekki hér í sumar..............!

Kveðja,
Elín
x

4 kommentarer:

  1. Ohhh hrollur ég skil þig vel ég er sjálf mjög á móti kóngulóm og öðrum pöddum oj oj oj samúðarkveðja xxx Sibba.

    SvarSlet
  2. Ég vorkenni nú bara öllum litlu kóngulóarbörnunum sem eru orðin munaðarlaus.

    Kveðja, Lilja Bjork

    SvarSlet
  3. Þessi kóngulóarbörn eru sko ekkert lítil, heldur STÓR!!! ......og ég vona bara að þau hafi vit á að skreiðast eitthvert annað en inn í herbergi til mín......! ;-)

    SvarSlet
  4. Álpaðist inn á þessa færslu hjá þér Ella, þótt gömul sé (þ.e. færslan (auðvitað ég líka)). Ég get alveg bætt við einni sögu. Áðan í hádegishléinu heimsótti mig mjög þrekvaxin hunangsfluga, ábyggilega svona 4 cm á lengd. Ég hljóp fram og ætlaði að ná í kúst til að sópa henni aftur út um gluggann, en á endanum notaði ég langa reglustiku sem ég lét hana skríða uppá áður en ég dustaði hana af út um gluggann. Hún ætlaði nú ekkert að vilja fara, því hún vissi sem var að það er miklu hlýrra hérna inni hjá mér, he, he.
    Kv.,
    Eygló

    SvarSlet